Heim Óflokkað Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

Á Suðvesturlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum virðist stofninn vera að ná hámarki og á Austurlandi er rjúpum að fjölga eftir nokkur mögur ár.
Á Norðurlandi er rjúpnastofninn á niðurleið eftir hámark 2018.
Á Suðurlandi fjölgaði rjúpum eftir mikið fall 2017–2019.

Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á stofnbreytingum mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2019 til 2020 og varpárangri í sumar.

Samkvæmt bráðabirgða veiðitölum og sóknartölum frá seinasta hausti virðist fjölgun veiðidaga ekki hafa haft nein áhrif á fjölda veiddra fugla né aukna sókn í stofninn:

Enda endurspegla talningar NÍ þá staðreynd að fjölgun veiðidaga úr 15 í 22 hafi ekki haft nein teljandi áhrif á stofn rjúpu að vori.

Gögn SKOTVÍS og úrvinnsla hafa sýnt fram á þessa staðreynd og því óhætt að fjölga dögum enn frekar að mati félagsins.

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á…

Posted by Skotveiðifélag Íslands Skotvís on Friday, May 29, 2020

Skilja eftir athugarsemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments