Heim Stangveiði Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi - 90 sentimetra bolta fiskur

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og veiðin klikkaði ekki og margir fengu flotta veiði, einn hafði náð 8 fiskum og sá stærsti var kringum 90 sentimetra, bolta fiskur.
,,Þetta erfitt í dag en alveg að koma, við fengum nokkra fiska,, sagði Kristján Páll Rafnsson er við heyrðum í honum. ,,Fiskana fengum við á Villinga vatnssvæðinu og þar var fiskur að sýna sig. Einn bolti en hann vildi ekki taka hjá okkur,, sagði Kristján ennfremur.
,,Það var líka ágætis kropp í Villingavatni, Tjörninni, þetta kemur allt,,sagði Kristján á veiðislóð í dag á Þingvöllum.
En erlendir veiðimenn verða lítið á bökkum Þingvallavatns þetta vorið eins og síðustu árin, þeim fækkaði snarlega eins og fleiru á þessum svæði. Það á örugglega eftir að breytast strax á næsta ári.
Já urriðinn var að gefa sig og það er spáð hlýnandi næstu daga, þá gefur hann sig betur og hans tími mun koma með tíð og tíma.
Mynd. Kristján Páll Rafnsson með flottann urriða á fyrsta degi.

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments