Heim Stangveiði Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi - 90 sentimetra bolta fiskur

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og veiðin klikkaði ekki og margir fengu flotta veiði, einn hafði náð 8 fiskum og sá stærsti var kringum 90 sentimetra, bolta fiskur.
,,Þetta erfitt í dag en alveg að koma, við fengum nokkra fiska,, sagði Kristján Páll Rafnsson er við heyrðum í honum. ,,Fiskana fengum við á Villinga vatnssvæðinu og þar var fiskur að sýna sig. Einn bolti en hann vildi ekki taka hjá okkur,, sagði Kristján ennfremur.
,,Það var líka ágætis kropp í Villingavatni, Tjörninni, þetta kemur allt,,sagði Kristján á veiðislóð í dag á Þingvöllum.
En erlendir veiðimenn verða lítið á bökkum Þingvallavatns þetta vorið eins og síðustu árin, þeim fækkaði snarlega eins og fleiru á þessum svæði. Það á örugglega eftir að breytast strax á næsta ári.
Já urriðinn var að gefa sig og það er spáð hlýnandi næstu daga, þá gefur hann sig betur og hans tími mun koma með tíð og tíma.
Mynd. Kristján Páll Rafnsson með flottann urriða á fyrsta degi.

- Advertisment -

Most Popular

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og...

Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

,,Ég hef sjaldan  séð veiðimenn svona óða, bara að skreppa aðeins  að veiða og ná í orku, enda hefur veiðin verið ágæt þessa dagana...

Rætt við Bjarna Benediktsson í Sportveiðiblaðinu

Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni, það vakti athygli Fréttatímans að blaðið er þegar uppselt á sumum stöðum en...

Recent Comments