Heim Stangveiði Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

,,Ég hef sjaldan  séð veiðimenn svona óða, bara að skreppa aðeins  að veiða og ná í orku, enda hefur veiðin verið ágæt þessa dagana og það er spáð betra veðri næstu vikurnar,, sagði veiðimaður sem var staddur á Þingvöllum þar sem veiðin byrjar á morgun.
..Ég fengið nokkra fiska í vor og fæ fleiri á næstunni,, sagði veiðimaðurinn ennfremur.
,,Það er búinn að vera hellingur af gera, já það er rétt,, sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst og það eru orð að sönnu. Veiðimenn geta varla beðið eftir sumrinu.
Vatnaveiðin er að byrja á fullu og fjölskyldur geta farið að veiða, fólk þarf bara að passa tveggja metra regluna þessa dagana.
Uppí Kollafirði eru menn í röðum að renna fyrir fisk á kajökunum sínum og veiðin er flott. Pólverjarnir eru duglegir að veiða víða þessa dagana þar sem er opið og veiða grimmt.
Sjóbirtingsveiðin  gengur ágætlega þessa dagana, fiskurinn er vænn en sem betur fer er honum öllum sleppt. Einn og einn tekur geldfiskinn.
Forsíðumynd. Flottur sjóbirtingur úr Tungufljóti hollið veiddi yfir 50 fiska.

- Advertisment -

Most Popular

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og...

Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

,,Ég hef sjaldan  séð veiðimenn svona óða, bara að skreppa aðeins  að veiða og ná í orku, enda hefur veiðin verið ágæt þessa dagana...

Rætt við Bjarna Benediktsson í Sportveiðiblaðinu

Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni, það vakti athygli Fréttatímans að blaðið er þegar uppselt á sumum stöðum en...

Recent Comments