Heim Stangveiði Gat á laxeldis sjókví með 170.000 löxum, í Dýrafirði

Gat á laxeldis sjókví með 170.000 löxum, í Dýrafirði

170.000 laxar = 408 tonn

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði.
Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill.
Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hefur skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.

Ein af hverjum fimm laxveiðiám lokuð stangaveiðimönnum vegna laxeldis

Ein af hverjum fimm laxveiðiám lokuð stangaveiðimönnum vegna laxeldis


 

- Advertisment -

Most Popular

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og...

Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

,,Ég hef sjaldan  séð veiðimenn svona óða, bara að skreppa aðeins  að veiða og ná í orku, enda hefur veiðin verið ágæt þessa dagana...

Rætt við Bjarna Benediktsson í Sportveiðiblaðinu

Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni, það vakti athygli Fréttatímans að blaðið er þegar uppselt á sumum stöðum en...

Recent Comments