Heim Stangveiði Gat á laxeldis sjókví með 170.000 löxum, í Dýrafirði

Gat á laxeldis sjókví með 170.000 löxum, í Dýrafirði

170.000 laxar = 408 tonn

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði.
Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill.
Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hefur skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.

Ein af hverjum fimm laxveiðiám lokuð stangaveiðimönnum vegna laxeldis

Ein af hverjum fimm laxveiðiám lokuð stangaveiðimönnum vegna laxeldis


 

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments