Heim Skotveiði Hreindýraveiðitímabilið hefst eftir helgi

Hreindýraveiðitímabilið hefst eftir helgi

 

Mánudaginn 15. júlí hefjast veiðar á hreintörfum og standa þær til 15. september en veiðar á hreinkúm hefjast 1. ágúst og standa til 20. september. Umhverfisstofnun hefur sent út tarfaleyfin til þeirra sem greitt hafa fyrir leyfið, staðist skotpróf og eru með veiðikort í gildi. Veiðileyfi fyrir kýr verða send út á næstu dögum.
Að gefnu tilefni vekur Umhverfisstofnun athylgi á því að Fagráð um velferð dýra hefur beint þeim tilmælum til stofnunarinnar að veiðistjórnun og tímabil hreindýraveiða verði endurskoðað með tilliti til velferðar hreinkálfa sem verða móðurlausir á veiðitímabilinu. Í tilmælunum vísaði Fagráðið til þess að í Noregi væri lögð áhersla á þá veiðisiðfræði að fella ekki kú frá kálfi og að helst eigi að fella kálfinn á undan kúnni auk þess sem veiðar hefjast þar að jafnaði seinna en hér á landi. Fagráðið benti einnig á að nauðsynlegt sé að rannsóknir verði gerðar á þroska og afdrifum kálfa með tilliti til þess hvort þeir fylgi móður að vetri eða eru móðurlausir til að hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum hver áhrif veiða eru á afdrif kálfa.
Umhverfisstofnun hefur í samstarfi við Náttúrstofu Austurlands kynnt sér þau gögn sem fyrir liggja um lifun kálfa sem missa móður á veiðitíma. Að mati stofnunarinnar gefa gögnin ekki til kynna að um sé að ræða neyðarástand hvað varðar afdrif móðulausra kálfa. Í ljósi þess mælti stofnunin ekki með að veiðum á kúm væri seinkað í ár en stofnunin beinir þeim tilmælum til leiðsögumanna og veiðimanna með kýrleyfi að fella fremur kýr sem eru ekki með kálf heldur en kýr sem eru með kálf fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Hér á landi hefur verið óheimilt að fella kálfa frá árinu 2011 og því ekki hægt að fara að dæmi Norðmanna að fella þá en að mati Umhverfisstofnunar hefur bannið við kálfaveiðum reynst mun betur en fyrra fyrirkomulag þegar kálfar voru felldir með kúm. Umhverfisstofnun leggst aftur á móti ekki gegn því að endurskoða megi veiðistjórnun á heindýrum á grundvelli frekari rannsókna.
Í þessu samhengi benti Umhverfisstofnun á að stofnunin telur mikilvægt að unnin verði áætlun um virka verndar- og nýtingarstjórnun hreindýrastofnsins þar sem fjallað verður um tilgang hreindýraveiða, ákjósanlega stofnstærð, útbreiðslu dýranna o.fl. Svar Umhverfisstofnunar við tilmælum Fagráðsins má sjá í heild sinn hér.

12. júl. 2019
Lokun Gróttu
12. júl. 2019
Hreindýraveiðitímabilið hefst eftir helgi
11. júl. 2019
Áform um lokun vegna Gróttu í Seltjarnarnesbæ
11. júl. 2019
Varnir gegn lúsmýi – Hvaða vörur eru löglegar á markaði í dag?
11. júl. 2019
Kynning á drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Bárðarlaug
11. júl. 2019
Lokun vegar að
- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments