Heim Stangveiði Fluguveiðiskóli SVFR og Langár á Mýrum

Fluguveiðiskóli SVFR og Langár á Mýrum

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að endurvekja Fluguveiðiskólann við Langá, sem starfræktur var um árabil og naut mikilla vinsælda. Hilmar Þór Jónsson flugukastkennari FFF er skólastjóri skólans og með honum verða reyndir leiðsögumenn og kastkennarar.

Skólinn hentar jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur í fluguveiði. Farið verður yfir grunninn í fluguköstum, veiðiaðferðir, tækni og nálgun við veiðistaði, helstu hnútar verða kynntir og þátttakendum kennt að velja flugur eftir aðstæðum og veiðistöðum. Einnig verða kennd grunnatriði í fluguhnýtingum.
Dagskráin hefst kl. 16 þann 31. maí og lýkur á hádegi sunnudaginn 2. júní.
Verð kr. 70.000 kr. fyrir félagsmenn SVFR (en 92.500 kr. fyrir aðra)
Innifalið í námskeiðsgjaldi er fullt fæði, veiðikennsla og gisting.
Athygli er vakin á því að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Hægt er að kaupa beint í fluguveiðiskólann á vefsölunni HÉR Eða með því að senda tölvupóst á svfr@svfr.is

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments