Heim Stangveiði 101 árs maður landaði 35 punda laxi

101 árs maður landaði 35 punda laxi

Odd Borlaug sem er 101 árs, veiddi 35 punda lax (15.8 kg.) og mældist hann 116 cm. Laxinn veiddi hann seinni part s.l. sumars í Vika sem er í sveitarfélaginu Vik í Sogn og Fjordane, í Noregi. Hann sló þar með eigið met, en hann hafði fengið í kringum 1980, stærri lax sem að vóg 17 kg. eða 37,5 pund.

101-åring fekk rekordlaks på 15,8 kilo

Sjekk ut laksen som Odd Borlaug (101) frå Vik drog i land.

Posted by Sogn Avis on Wednesday, August 1, 2018


 
Morten Jacobsen sem að rekur veiðibúð á staðnum, fékk Odd í heimsókn skömmu áður en hann setti í laxinn og skipti hann þar um línu sem var orðin lúin og keypti sér 27 gramma spún sem að laxinn tók.  Spúnninn heitir á norsku ,,Kobber møresild“ sem er eftirlíking af síld og er með svörtu baki.
Baráttan við laxinn tók 40 mínútur og fékk Odd aðstoð frá félaga sínum að landa honum, hann segir að í raun hafi hann ekki áttað sig á því hvað laxinn var stór fyrr en búið var að landa honum.
Odd hefur stundað veiðar á þessu svæði frá árinu 1992 og veitt þar öll sumur síðan og veiðisvæðið er opið öllum almenningi.

- Advertisment -

Most Popular

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og...

Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

,,Ég hef sjaldan  séð veiðimenn svona óða, bara að skreppa aðeins  að veiða og ná í orku, enda hefur veiðin verið ágæt þessa dagana...

Rætt við Bjarna Benediktsson í Sportveiðiblaðinu

Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni, það vakti athygli Fréttatímans að blaðið er þegar uppselt á sumum stöðum en...

Recent Comments