Heim Stangveiði 101 árs maður landaði 35 punda laxi

101 árs maður landaði 35 punda laxi

Odd Borlaug sem er 101 árs, veiddi 35 punda lax (15.8 kg.) og mældist hann 116 cm. Laxinn veiddi hann seinni part s.l. sumars í Vika sem er í sveitarfélaginu Vik í Sogn og Fjordane, í Noregi. Hann sló þar með eigið met, en hann hafði fengið í kringum 1980, stærri lax sem að vóg 17 kg. eða 37,5 pund.

101-åring fekk rekordlaks på 15,8 kilo

Sjekk ut laksen som Odd Borlaug (101) frå Vik drog i land.

Posted by Sogn Avis on Wednesday, August 1, 2018


 
Morten Jacobsen sem að rekur veiðibúð á staðnum, fékk Odd í heimsókn skömmu áður en hann setti í laxinn og skipti hann þar um línu sem var orðin lúin og keypti sér 27 gramma spún sem að laxinn tók.  Spúnninn heitir á norsku ,,Kobber møresild“ sem er eftirlíking af síld og er með svörtu baki.
Baráttan við laxinn tók 40 mínútur og fékk Odd aðstoð frá félaga sínum að landa honum, hann segir að í raun hafi hann ekki áttað sig á því hvað laxinn var stór fyrr en búið var að landa honum.
Odd hefur stundað veiðar á þessu svæði frá árinu 1992 og veitt þar öll sumur síðan og veiðisvæðið er opið öllum almenningi.

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments