Heim Stangveiði Justin Bieber lenti á Keflavíkurflugvelli

Justin Bieber lenti á Keflavíkurflugvelli

Justin Bieber er kominn til landsins og hefur skipulagt veiðiferð í sjóbirting en veiðitímabilið hefst í dag. Bieber hefur stundað veiðar í heimalandi sínu um árabil og hefur mjög gaman af stangaveiði

Hér er söngvarinn að aðstoða litla bróður sinn við veiðar í Kanada

Þá greindi kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber frá því að hann ætlar að taka sér frí frá tónlistinni og einbeita sér að andlegri heilsu sinni en frá því var greint á vef RÚV fyrir viku síðan. Hann sagði að bæði aðdáendur og sig sjálfan eiga betra skilið en frammistöðu hans á síðasta tónleikaferðalagi.
Þeir sem að þekkja til tónlistarmannsins segja hann vera mjög færan veiðimann en hann slakar best á úti í náttúrunni og var m.a. duglegur að ferðast um allt land síðast þegar að hann kom til Íslands.
Það hefur verið mikil leynd yfir komu Bieber til landsins en skv. áreiðanlegum heimildum Fréttatímans er það einn helsti veiðileyfasali landsins sem að skipulagði allt ferðalagið og leigði eina bestu ánna hér á landi, undir tónlistarmanninn og hans fólk. Þá er vitað að hann var búinn að biðja um að sér yrði ekið í ísbúðina Huppu á Selfossi um leið og hún opnar á morgun en hann er mikill aðdáandi hennar og segir að íslenskur ís sé í miklu uppáhaldi hjá sér.

Einn helsti veiðifréttamaður landsins til áratuga, Gunnar Bender, samþykkti að veita Fréttatímanum viðtal en það var búið að fréttast að hann vissi allt um málið. Hann féllst á að afhenda okkur myndir af Bieber þegar að tekið var á móti honum á Keflavíkurflugvelli. Heyrst hefur að Bieber dvelji eins og er á hóteli á Suðurlandi og hefji svo veiðar á morgun en ekki hafa fengist nákvæmari upplýsingar en það.
Við mæltum okkur mót við Gunnar Bender við Meðalfellsvatn, en þar var hann þögull sem gröfin, þegar að hann var spurður um veiðiferðina. En ræddi þess í stað um veiðiþættina sína, Veiðin með Gunnari Bender, sem að hann var með á Hringbraut og minntist þess þegar að hann og myndatökumenn fóru niður um ís þegar að þeir voru að kvikmynda dorgveiði í vetur og nefndi að jafnvel væri von á fleiri þáttum.  Það er því ljóst á öllu að mikil leynd er yfir ferðum Bieber hér á landi og ekki hægt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvar hann dvelur.

Gunnar Bender I.apríl og það er bara plat, Júlli bróðir á afmæli, hann er reyndar ekki plat og þetta myndband frá Meðalfellsvatni skýrir sig næstum sjálft. Flottur dagur til að birta það.

Posted by María Gunnarsdóttir on Sunday, March 31, 2019

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments