Heim Stangveiði 22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon

22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon

Á allra næstu dögum munu 22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon. Þessir þættir voru teknir upp á árunum 1993 – 1999. Þættirnir voru á sínum tíma sýndir á Stöð 2 og hluti af þeim var gefinn út á VHS – spólum.
Eitthvað af þessu efni hefur verið hægt að nálgast á Youtube eða einhverjum deilingarsíðum en í ákaflega misjöfnum gæðum. Þessir þættir eru í eins góðum gæðum og tækni á síðustu öld leyfir. Þegar þeir verða komnir í sýningu verður farið yfir hér hvaða efni þetta er og hverjir koma við sögu. Skemmtileg upphitun fyrir nýja seríu af Sporðaköstum sem hefst 16. apríl á Stöð 2
Fyrsti Sporðakastaþátturinn fer í loftið á Stöð 2 þann 16. apríl. Það er þáttur tekinn upp í Miðfjarðará síðastliðið sumar. Þessir þrír verða í aðalhlutverki þ.e. Rabbi Rafn Valur Alfreðsson Jonni Jóhann Birgisson og laxinn. Þátturinn er töluvert lengri en venjulegur Sporðakastaþáttur. Það er bara vegna þess að….. kemur í ljós. Þvílík veisla sem Stöð 2 býður upp á í apríl. Sporðaköst og GOT lokasería. Það er vor í lofti.
Hér er komið fyrsta sýnishorn af því sem framundan er. Nú styttist í frumsýningu á fyrsta þætti. Við erum spennt og komið í okkur smá vor. Dagurinn er 16. apríl.

Hér er komið fyrsta sýnishorn af því sem framundan er. Nú styttist í frumsýningu á fyrsta þætti. Við erum spennt og komið í okkur smá vor. Dagurinn er 16. apríl.

Posted by Sporðaköst on Thursday, March 21, 2019

- Advertisment -

Most Popular

Ekkert harðlífi á Þingvöllum á fyrsta veiðidegi – 90 sentimetra bolta fiskur

Veiðin byrjaði á Þingvöllum í dag og fóru margir til veiða þrátt fyrir að sumstaðar væri aðeins ís á vatninu eftir kaldan vetur. Og...

Enginn bönd halda veiðimönnum þessa dagana

,,Ég hef sjaldan  séð veiðimenn svona óða, bara að skreppa aðeins  að veiða og ná í orku, enda hefur veiðin verið ágæt þessa dagana...

Rætt við Bjarna Benediktsson í Sportveiðiblaðinu

Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun, stútfullt af skemmtilegu efni, það vakti athygli Fréttatímans að blaðið er þegar uppselt á sumum stöðum en...

Recent Comments