Heim Stangveiði 22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon

22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon

Á allra næstu dögum munu 22 gamlir Sporðakastaþættir koma inn á Stöð 2 Maraþon. Þessir þættir voru teknir upp á árunum 1993 – 1999. Þættirnir voru á sínum tíma sýndir á Stöð 2 og hluti af þeim var gefinn út á VHS – spólum.
Eitthvað af þessu efni hefur verið hægt að nálgast á Youtube eða einhverjum deilingarsíðum en í ákaflega misjöfnum gæðum. Þessir þættir eru í eins góðum gæðum og tækni á síðustu öld leyfir. Þegar þeir verða komnir í sýningu verður farið yfir hér hvaða efni þetta er og hverjir koma við sögu. Skemmtileg upphitun fyrir nýja seríu af Sporðaköstum sem hefst 16. apríl á Stöð 2
Fyrsti Sporðakastaþátturinn fer í loftið á Stöð 2 þann 16. apríl. Það er þáttur tekinn upp í Miðfjarðará síðastliðið sumar. Þessir þrír verða í aðalhlutverki þ.e. Rabbi Rafn Valur Alfreðsson Jonni Jóhann Birgisson og laxinn. Þátturinn er töluvert lengri en venjulegur Sporðakastaþáttur. Það er bara vegna þess að….. kemur í ljós. Þvílík veisla sem Stöð 2 býður upp á í apríl. Sporðaköst og GOT lokasería. Það er vor í lofti.
Hér er komið fyrsta sýnishorn af því sem framundan er. Nú styttist í frumsýningu á fyrsta þætti. Við erum spennt og komið í okkur smá vor. Dagurinn er 16. apríl.

Hér er komið fyrsta sýnishorn af því sem framundan er. Nú styttist í frumsýningu á fyrsta þætti. Við erum spennt og komið í okkur smá vor. Dagurinn er 16. apríl.

Posted by Sporðaköst on Thursday, March 21, 2019

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments