Heim Stangveiði Veiðiþættirnir með Gunnari Bender hefjast í kvöld á Hringbraut

Veiðiþættirnir með Gunnari Bender hefjast í kvöld á Hringbraut

Veiðin með Gunnari Bender eru nýir þættir á Hringbraut sem hefjast í kvöld klukkan níu. Í þáttunum verður farið víða um árbakkana, farið á rjúpu, rennt fyrir lax og silung, flugur hnýttar og sagðar veiðisögur með veiðimönnum, út um allt land. 

Gunnar Bender les Sportveiðiblaðið

Tökur hófust í haust á þáttunum. „Við fórum þá vestur í Dali meðal annars og myndum síðan víða, eins og á Þingvöllum, við myndum stórurriðann og sjóbirtingsveiði þegar hausta tók“ segir Gunnar Bender í kynningu á þáttunum á Hringbraut .
,,Fyrsti þátturinn er sjóbirtingsveiði með Stefáni Sigurðssyni og Hörpu Þórðardóttur í Leirá í Leirársveit, þar sem við lentum í flottum sjóbirtingi og veiddum vel. Síðan hnýtir Friðrik Sigurðsson fyrir okkur flugu, sem bleikjan er brjáluð í.
María Gunnarsdóttir og Gunnar Bender

Tökur gengu vel en alls ekki alltaf, allavega ekki þegar við lentum á bólakafi í Meðalfellsvatninu. Allir komust heilir upp úr vatninu en misblautir“ segir Gunnar ennfremur.
Veiðin með Gunnari Bender er fyrir veiðimenn á öllum aldri þar sem ungir veiðimenn og eldri hittast á árbakkanum og renna fyrir lax og silung. Veiðiskapur á að vera fyrir alla, þannig viljum við hafa það.  Fyrsti þáttur verður á dagskrá klukkan 21:00 í kvöld.
https://www.fti.is/2019/01/27/fjorir-menn-fellu-nidur-um-is-a-medalfellsvatni/
 
 

- Advertisment -

Most Popular

Helgi Björnsson – Blússandi byrjun í Norðurá

,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo  en náði svo þeim þriðja, bara gaman og  frábært veður,, sagði...

Helgi Björns og Vilborg opna Norðurána

Norðurá í Borgarfirði opnar formlega á fimmtudagsmorgunin næstkomandi klukkan átta og það verða þau Helgi Björnsson söngvari og kona hans Vilborg Halldórsdóttir...

Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

,,57cm skepna, ummál 38cm, tók Holuna“

Hafþór Bjarni Bjarnason fékk þennan flotta fisk sem mældist 57cm og ummál 38cm. ,,Hann tók Holuna. Veiðistaður er...

Recent Comments