Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.
Á Suðvesturlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum virðist stofninn vera að ná hámarki og á Austurlandi er rjúpum að fjölga eftir nokkur mögur ár.
Á Norðurlandi er rjúpnastofninn á niðurleið eftir hámark 2018.
Á Suðurlandi fjölgaði rjúpum eftir mikið fall 2017–2019.
Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á stofnbreytingum mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2019 til 2020 og varpárangri í sumar.
Samkvæmt bráðabirgða veiðitölum og sóknartölum frá seinasta hausti virðist fjölgun veiðidaga ekki hafa haft nein áhrif á fjölda veiddra fugla né aukna sókn í stofninn:
Enda endurspegla talningar NÍ þá staðreynd að fjölgun veiðidaga úr 15 í 22 hafi ekki haft nein teljandi áhrif á stofn rjúpu að vori.
Gögn SKOTVÍS og úrvinnsla hafa sýnt fram á þessa staðreynd og því óhætt að fjölga dögum enn frekar að mati félagsins.