Það er óhætt að segja að sjá stóri hafi veiðst fyrir skömmu, en Sigurður Sigurjónsson hefur bæst við glæsilegan hóp leikara í framhaldsmyndinni. Allra síðasta veiðiferðin er bíómynd sem kemur í beinu framhaldi af ,,Síðustu veiðiferðinni“ sem fékk fádæma góðar viðtökur þegar hún var sýnd. MBL greindi frá því að tökur á framhaldsmyndinni hefjist í sumar og verður tökustaður myndarinnar við Laxá í Aðaldal.
Sömu leikarar eru í þessari mynd, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason, Hjálmar Hjálmarsson, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarsson, Halldóra Geir harðsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Ylfa Marin Haraldsdóttir, auk Sigurðar Sigurjónssonar. Handritið er klárt og Laxá í Aðaldal er tökustaðinn í ár en síðast var það Mýrarkvísl í næsta nágrenni Laxár. Það verður spennandi að sjá hverning næsta mynd veður sú fyrsta var bara meistarastykki.
Mynd. Sigurður Sigurjónsson með Lárusi Karli á Þingvöllum síðasta sumar.
Lárus Karl Ingason og Sigurður Sigurjónsson við Þingvallavatn með bleikjuna fyrr í sumar en Siggi bætist við hóp snjallra leikara í ,,Allra síðustu veiðiferðinni“