Ágætu félagar í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Opnað hefur verið fyrir rafræna kosningu til stjórnar SVFR og fulltrúaráðs. Sjá eftirfarandi slóð yfir utankjörfundaratkvæðagreiðsluna: https://www.svfr.is/adalfundur-20201…/
Þeir félagsmenn sem mæta á aðalfundinn fimmtudaginn 25. febrúar, geta kosið þar en til að komast á aðalfundinn verða félagsmenn að skrá sig áður á svfr.is.
,,Ég er ein fimm frambjóðenda um þrjú sæti í stjórn félagsins. Í kosningunni verður að merkja við nöfn þriggja frambjóðenda svo atkvæði séu gild. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta kosningarétt sinn og hafa með því áhrif á framtíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur.“ Segir Lára Kristjánsdóttir á vef sínum um kosninguna.