Það er greinilega gott vatn í ánni og góð veiði í Mýrarkvísl í ár og menn hafa verið að setja í flotta fiska í júní. ,,Laxveiðin byrjar einstaklega vel í Mýrarkvísl þetta árið og strax komnir fimm laxar í bókina og menn búnir að missa annað eins.“ Segir Matthías Þór Hákonarson um veiðina í Mýrarkvísl.
,,Sunray og Black ghost hafa verið sterkar í ánni og fiskarnir sem sett hefur verið í hafa verið á bilinu 75 til 85 sentimetrar, sá stærsti mældist 90 sentimetra hængur.“ Myndir : Matthías Þór Hákonarson



