,,Ég held að ég hafi aldrei hnýtt svona mikið eins og núna í vetur, hef líkalega hnýtt um þúsund flugur og það á allt eftir að koma sér vel í sumar, bæði í laxi og í silungi,, sagði einn af þeim mörgu sem hefur hnýtt og hnýtir ennþá á fullu.
Margir hafa verið duglegir að hnýta flugur núna í vetur og ætla að veiða á þær strax á flugurnar og hægt er í sumar. ,,Já ég hef hnýtt nokkrar nýjar flugur, maður er alltaf að reyna eitthvað nýtt, maður veit aldrei hvað fiskurinn tekur hjá manni,, sagði annar veiðimaður.
Já veiðimenn hafa verið mjög duglegir að hnýta á öllum aldri, en þetta hafa verið veiðimenn í minni hópum en oft áður vegna aðstæðna núna í þjóðfélaginu. En með vorinu komast veiðimenn í stærri hópa og hnýtt fleiri og sagt nokkrar veiðisögur.
Mynd. Flott og klassisk fluga