Það þykir töluverð tíðindi þegar laxveiðiá eins og Ytri Rangá er á leið í útboð, en kom þetta fram fyrir skömmu í fjölmiðlum. Norðmaður hefur haft hann á leigu og haft veiðiréttinn í 8 ár og gengið vel. Veitt er með 16 stöngum í ánni og á hverju ári er sleppt miklu magni af seiðum í hana, því mesta sem er sleppt í hafbeitará hérlendis.
Leigan á hverju ári vel yfir 100 milljónir og einhverjir hafa verið að spá, allavega fimm til sex aðilar. Þetta stórpakki og það er verið að reyna leiga ána allavega í þrjú ár. Mestar líkur eru á að erlendir aðilar verði með í pakkanum, eins og verið hefur síðustu árin í Ytri og núna er orðið í Eystri Rangá. Leigudæmið á ánni er stór pakki og reksturinn mikill. Verður spennandi að sjá hverjir bjóða í ána þegar tilboðin verða opnuð.
Veiðileyfamarkaðurinn er spuningamerki þessa dagana, það er covid út um allan heim ennþá, en eftir okkar heimildum gengur vel að selja veiðileyfi í laxveiðiárnar næsta sumar.