,,Þessir fiskar voru frá 58-65 cm, allir teknir í Laxá í Mývatnssveit, fiskarnir sem voru teknar myndir af og eru hér að neðan, eru frá Skriðuflóa í Hofstaðaey, og í Mjósundi í landi Geirastaða.
Við fengum mikið af stórum og vel höldnum fiskum allstaðar í ánni. Bróðir minn, Arnar Freyr Einarsson, fékk einn 70 sentimetra í Hólkotsflóa á Hamri.“ Sagði Árni Þór Einarsson veiðimaður þegar, Veiðin.is náði af honum tali í dag.

