Veiðimenn eru víða að dorga þessa dagana og reyna fyrir sér, veðurfarið hefur verið gott og fiskurinn víða í tökustuði þessa dagana. ,,Við vorum á Hnausatjörn í Vatnsdalnum um síðustu helgi og fengum nokkra fiska, ég og konan“ sagði Þorsteinn Hafþórsson á Blönduósi, er við heyrðum í honum.
,,Já ég hef veitt þarna áður en þetta er fyrsti túrinn núna á þessu ári, en næst ætla ég að á Skagaheiðina þegar veðurfarið verður gott,, sagði Þorsteinn ennfremur.
Veiðimenn hafa víða reynt síðustu daga og margir fengið ágæta veiði. Enda veðurfarið verið gott og ísinn þykkur en það er spáð hlýnandi.
Mynd. Flott veiði á Hausatjörn í Vatnsdal um síðustu helgi.